Víkingur Ó og Þróttur R gerðu jafntefli í markaleik
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Víkingur Ólafsvík tók á móti Þrótti Reykjavík í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram á Ólafsvíkurvelli. Þróttur er í öðru sæti deildarinnar í mikilli baráttu við Völsung um að komast upp með Njarðvík í Bestu deildina á meðan Víkingur er að gera sitt besta til að losna við falldrauginn. Þróttur komst yfir í leiknum á 20. mínútu með marki frá Ernest Slupski en Andri Þór Sólbergsson jafnaði metin rétt fyrir leikhlé og staðan 1-1 í hálfleik.\r\n\r\nVíkingur var mun sterkari í byrjun seinni hálfleiks og var kominn í 3-1 eftir tæpar fimmtán mínútur. Fyrst skoraði Luis Romero Jorge fyrir heimamenn og skömmu síðar var Andri Þór aftur á ferðinni og staðan orðin ansi vænleg fyrir Víking. En þá tók Þróttarinn Hinrik Harðarson til sinna ráða og jafnaði leikinn með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Það sem eftir lifði leiks reyndu bæði lið að ná sigurmarkinu en jafntefli niðurstaðan, 3-3.\r\n\r\nStaðan í deildinni þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu er Njarðvík efst með 43 stig, Þróttur er í öðru sæti með 36 stig og Völsungur með 32 stig í þriðja sætinu. Í neðri hlutanum eru KF og KFA með 18 stig í áttunda og níunda sæti, Víkingur er með 17 stig í því tíunda, Reynir Sandgerði í ellefta sæti með ellefu stig og í botnsætinu er Magni með níu stig.\r\n\r\nNæsti leikur Víkings er næsta sunnudag á Grenivík gegn Magna og hefst klukkan 14. Með sigri í þeim leik fer Víkingur að öllum líkindum langleiðina með að tryggja sæti sitt í deildinni á þessu tímabili.",
"innerBlocks": []
}
Víkingur Ó og Þróttur R gerðu jafntefli í markaleik - Skessuhorn