Íþróttir

true

Stefán Gísli Íslandsmeistari í Skeet

Íslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet fór fram á skotvelli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina. Undanþága fékkst hjá Umhverfisráðherra til að geta haldið mótið á svæðinu, þar sem starfsleyfisumsókn félagsins hefur ekki verið afgreidd hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Mótið stóð yfir í tvo daga og lauk svo með úrslitakeppni. Í karlaflokki varð Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi…Lesa meira

true

Síðasti heimaleikur Reynis í sumar

Reynir Hellissandi, sem spilar í A riðli 4. deildar í knattspyrnu, tók á móti Kríu í síðasta heimaleik sumarsins á Ólafsvíkurvelli föstudaginn 12. ágúst. Frábær umgjörð var fyrir leikinn en allur ágóði af miðasölu rann óskertur til Birnu Kristmundsdóttur en hún háir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Birna er ung móðir ættuð úr Grundarfirði og…Lesa meira

true

Daniel Ingi sló met Sigga Jóns

Daniel Ingi Jóhannesson varð 1. ágúst síðastliðinn yngsti leikmaður ÍA í sögunni til að spila leik í efstu deild karla er hann kom inn á í leik ÍA og Breiðabliks á 85. mínútu í Bestu deild karla í knattspyrnu. Metið átti Sigurður Jónsson en hann var 15 ára og 298 daga gamall þegar hann spilaði…Lesa meira

true

Unnur Ýr komin í 200 leikja klúbbinn

Unnur Ýr Haraldsdóttir, leikmaður ÍA í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu, lék á mánudaginn sinn 200. leik í meistaraflokki í 1-3 sigri ÍA gegn KH í 2. deildinni. Unnur sem er fædd árið 1994 er uppalin hjá ÍA og hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með ÍA. Hún lék sinn fyrsta leik á Íslandsmóti í meistaraflokki á…Lesa meira

true

Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum – Úrslit og myndir

Dagana 3.-6. ágúst fór Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fram á félagssvæði Borgfirðings í Borgarnesi. Mótsnefnd segir flotta hesta sem og knapa hafa komið fram á mótinu en sjá mátti glæsilegar sýningar hjá ungum og efnilegum knöpum. Félagar úr Hestamannafélaginu Borgfirðingi unnu hörðum höndum að því að gera mótsvæðið klárt og standa svo vaktina…Lesa meira

true

Skagakonur með góðan sigur

KH og ÍA mættust í 2. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram á Valsvellinum við Hlíðarenda. Guðlaug Ásgeirsdóttir kom KH yfir strax á fimmtu mínútu en fyrirliðinn Bryndís Rún Þórólfsdóttir jafnaði metin fyrir ÍA rétt fyrir hálfleik. Markamaskínan Samira Suleman skoraði síðan tvö mörk fyrir ÍA í seinni hálfleik og tryggði…Lesa meira

true

Skagamenn töpuðu gegn Val – Sjötti tapleikur liðsins í röð

Gömlu stórveldin ÍA og Valur mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi og unnu Valsarar nauman sigur, 1-2. Valur fékk fyrsta færi leiksins þegar Aron Jóhannsson sendi boltann inn fyrir vörn Skagamanna þar sem Tryggvi Hrafn Haraldsson ætlaði að lauma boltanum í fjærhornið en Árni Marinó Einarsson markvörður ÍA varði ansi vel. Á…Lesa meira

true

Þorsteinn bikarmeistari í A flokki hjólreiða

Þorsteinn Bárðarson hjólreiðamaður frá Rifi varð bikarmeistari í karlaflokki A sem er efsti styrkleikaflokkur í hjólreiðum. Þorsteinn tók þátt í fjórum bikarmótum í sumar þar sem hann sigraði tvisvar sinnum og lenti í öðru og þriðja sæti í hinum. Notaður er bestur árangur úr þremur keppnum af fjórum og hlaut hann alls 140 stig sem…Lesa meira

true

Alexandrea Rán Evrópumeistari

Í síðustu viku varð Borgnesingurinn Alexandrea Rán Guðnýjardóttir Evrópumeistari í klassískri bekkpressu á Evrópumóti í bekkpressu og klassískri bekkpressu sem haldið var í Búdapest í Ungverjalandi. Hún lyfti 110 kg sem var 15 kg meira en annað sætið en Alexandrea á núverandi Íslandsmeistaratitil í sömu grein, með sömu þyngd. Einnig hafnaði Alexandrea í öðru sæti…Lesa meira

true

Skallagrímur að missa af úrslitakeppni 4. deildar

Hvíti riddarinn og Skallagrímur mættust í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn og fór leikurinn fram að Varmá í Mosfellsbæ. Fyrir viðureignina var Hvíti riddarinn með 31 stig í efsta sæti riðilsins og Skallagrímur með 27 stig í þriðja sætinu, sæti á eftir liði Árbæjar sem var með 28 stig. Tvö lið…Lesa meira