
Daniel Ingi á framtíðina fyrir sér. Ljósm. kfia
Daniel Ingi sló met Sigga Jóns
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Daniel Ingi Jóhannesson varð 1. ágúst síðastliðinn yngsti leikmaður ÍA í sögunni til að spila leik í efstu deild karla er hann kom inn á í leik ÍA og Breiðabliks á 85. mínútu í Bestu deild karla í knattspyrnu. Metið átti Sigurður Jónsson en hann var 15 ára og 298 daga gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir ÍA árið 1981.\r\n\r\nDaniel var 15 ára og 119 daga gamall þegar hann kom inn á í leiknum á móti Breiðablik og sló hann einnig met sem Ísak Bergmann Jóhannesson eldri bróðir hans átti í deildarleik fyrir ÍA. Sá leikur var á Akranesvelli árið 2018 í næstefstu deild, Inkasso deildinni, á móti Þrótti Reykjavík í síðustu umferð mótsins. Ísak var 15 ára og 182 daga gamall er hann kom inn á níu mínútum fyrir leikslok í 1-1 jafntefli og er þetta eini leikur hans í deild á Íslandi en hann hefur leikið sem atvinnumaður með IFK Norrköping frá 2019-2021 og frá september 2021 með FC Köbenhavn í Danmörku.\r\n\r\nDaniel Ingi var valinn á dögunum til að taka þátt í verkefni með U15 ára landsliði karla í knattspyrnu sem tekur þátt í tveimur æfingaleikjum í Færeyjum dagana 15. - 19. ágúst. En vegna meiðsla Elvars Mána Guðmundssonar úr KA hefur Daniel verið færður upp í U17 ára landsliðið sem er á leið til Ungverjalands þar sem það tekur þátt í Telki Cup.", "innerBlocks": [] }