
Víkingur Ólafsvík tók á móti liði Hattar/Hugins á Ólafsvíkurvelli í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og skiptu liðin bróðurlega með sér stigunum, lokatölur 1-1. Brynjar Vilhjálmsson kom Víkingi yfir í byrjun seinni hálfleiks með sínu fjórða marki í deildinni í sumar en Stefán Ómar Magnússon jafnaði metin fyrir gestina á 69. mínútu og…Lesa meira








