Íþróttir

true

Víkingur Ó og Höttur/Huginn gerðu jafntefli

Víkingur Ólafsvík tók á móti liði Hattar/Hugins á Ólafsvíkurvelli í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og skiptu liðin bróðurlega með sér stigunum, lokatölur 1-1. Brynjar Vilhjálmsson kom Víkingi yfir í byrjun seinni hálfleiks með sínu fjórða marki í deildinni í sumar en Stefán Ómar Magnússon jafnaði metin fyrir gestina á 69. mínútu og…Lesa meira

true

Reynir tapaði fyrir KFB

KFB og Reynir Hellissandi mættust á Álftanesi í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á föstudaginn og unnu heimamenn í KFB stórsigur, 4-1. Það voru þó gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu með marki frá Benedikt Osterhammer Gunnarssyni. Reynismenn urðu síðan fyrir áfalli þegar lykilmaður í vörn þeirra, Kristófer James…Lesa meira

true

Borgfirðingar höfðu sigur á Skagamönnum í púttkeppni sumarsins

Eldri borgarar af Akranesi og úr Borgarbyggð háðu síðustu púttkeppni sumarsins af þremur að Nesi í Reykholtsdal síðastliðinn fimmtudag. Til leiks mættu 43 keppendur. Í sumar var leikið á þremur stöðum; Hamri, Akranesi og í Nesi. Borgarbyggð hafði betur í síðasta mótinu með 451 höggum gegn 466 höggum Akurnesinga. Lokatölur sumarsins urðu því 1390 gegn…Lesa meira

true

Perla Sól yngst Íslandsmeistara í golfi

Íslandsmótinu í golfi lauk í Vestmanneyjum í dag en mótið hófst á fimmtudaginn. Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR og Kristján Þór Einarsson GM eru Íslandsmeistarar í golfi 2022. Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og í annað sinn sem Kristján Þór sigrar á Íslandsmótinu, en hann sigraði árið…Lesa meira

true

Borgfirðingar og Skagamenn á árlegu púttmóti

Síðastliðinn miðvikudag héldu pútthópar eldri borgara á Akranesi og í Borgarbyggð annað mót sumarsins af þremur. Þetta er tíunda árið í röð sem félögin halda þessa púttkeppni. Í júní var keppt í Borgarnesi, nú í júlí á Akranesi og 4. ágúst næstkomandi ráðast úrslitin á Nesvelli í Reykholtsdal. Fyrirkomulagið er þannig að árangur sjö bestu…Lesa meira

true

ÍA þiggur boð um að taka þátt í fyrstu deild að nýju

Nýverið óskaði karlalið Vestra í körfuknattleik eftir því við mótanefnd KKÍ að fá að fara niður í 2. deild karla. Mótanefnd leitaði þá til ÍA, sem féll úr 1. deild karla á nýliðinni leiktíð og bauð þeim að taka sæti í deildinni að nýju, sem þeir þáðu. ÍA mun því keppa í 1. deild karla…Lesa meira

true

Skallagrímur með stórsigur á KFB

KFB og Skallagrímur áttust við í A riðli í 4. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram á Álftanesi. KFB hafði unnið einn sigur í tíu leikjum í riðlinum til þessa á meðan Skallagrímur er í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Sergio Jorda kom Skallagrími yfir eftir tæplega hálftíma leik og þannig…Lesa meira

true

Keppnin um sterkustu konu Íslands

Keppnin um sterkustu konu Íslands fór fram á Akureyri síðastliðinn laugardag. Sex keppendur voru mættir til leiks, þeirra á meðal Ellen Lind Ísaksdóttir sem hefur unnið titilinn seinustu þrjú ár og Ragnheiður Ósk Jónasdóttir sem hefur verið í öðru sæti þessi þrjú ár síðan hún sjálf vann titilinn 2019. Hörðust varð keppnin þeirra á milli…Lesa meira

true

Víkingur Ólafsvík með góðan sigur á Ægi

Víkingur tók á móti liði Ægis á Ólafsvíkurvelli í 2. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og vann öruggan sigur 5-2. Fyrsta mark leiksins kom þó ekki fyrr en á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar Mikael Hrafn Helgason kom heimamönnum yfir og staðan í hálfleik 1-0 fyrir Víking. Það var aðeins meira fjör í seinni hálfleik…Lesa meira

true

Skagamenn komnir í botnsæti Bestu deildarinnar

Sunnudagurinn 24. apríl er dagurinn sem ÍA vann sinn eina leik til þessa í Bestu deild karla í knattspyrnu í sumar þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Víkings 3-0 á heimavelli. Síðan þá hafa þeir gert fjögur jafntefli og tapað sjö leikjum í deildinni og staðan orðin virkilega erfið hjá liðinu þegar níu leikir eru eftir í…Lesa meira