
Frá vinstri: Snæfríður, Hanna, Erika Mjöll, Ragnheiður, Ellen og Veiga. Ljósm. Árni Már Árnason.
Keppnin um sterkustu konu Íslands
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Keppnin um sterkustu konu Íslands fór fram á Akureyri síðastliðinn laugardag. Sex keppendur voru mættir til leiks, þeirra á meðal Ellen Lind Ísaksdóttir sem hefur unnið titilinn seinustu þrjú ár og Ragnheiður Ósk Jónasdóttir sem hefur verið í öðru sæti þessi þrjú ár síðan hún sjálf vann titilinn 2019. Hörðust varð keppnin þeirra á milli en það fór þó svo að Ragnheiður vann með 28 stigum en Ellen varð í öðru með 24 og fer titillinn því fimmta árið í röð í Vogana þar sem bæði Ellen og Ragnheiður eru búsettar. Nýliðinn Erika Mjöll Jónsdóttir úr Borgarnesi mætti sterk til leiks og hafnaði í þriðja sæti, aðeins þremur stigum á eftir Ellen. Þá gerði Ragnheiður sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetið í drumbalyftu og varð fyrsta íslenska konan til að lyfta 100 kg.\r\n\r\nMótið um sterkustu konu Íslands hefur nú verið haldið óslitið frá 2009, en var einnig haldið nokkrum sinnum á níunda áratug síðustu aldar. Í ár er þriðja árið í röð sem mótið er tekið upp og sýnt í sjónvarpi, og hefur stærð sportsins hjá konunum og umgjörð stækkað ár frá ári, en einnig hafa keppendur orðið öflugri.",
"innerBlocks": []
}