
Púttað var á tveimur völlum við Garðavelli. Þessi braut var nýlögð og meira krefjandi en sú sunnan við húsið. Ljósm. mm
Borgfirðingar og Skagamenn á árlegu púttmóti
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Síðastliðinn miðvikudag héldu pútthópar eldri borgara á Akranesi og í Borgarbyggð annað mót sumarsins af þremur. Þetta er tíunda árið í röð sem félögin halda þessa púttkeppni. Í júní var keppt í Borgarnesi, nú í júlí á Akranesi og 4. ágúst næstkomandi ráðast úrslitin á Nesvelli í Reykholtsdal. Fyrirkomulagið er þannig að árangur sjö bestu kylfinga úr hvoru félagi telur. Fyrir keppnina á miðvikudag höfðu Borgfirðingar 34 högga forskot, en það minnkaði í 24 högg. Veðrið lék við þá 53 keppendur sem þátt tóku á miðvikudaginn, eins og meðfylgjandi myndir frá deginum bera með sér. Keppnin fór fram á tveimur púttvöllum á Garðavelli.\r\n\r\n[gallery columns=\"2\" size=\"large\" ids=\"54989,54990,54991,54992,54993,54994\"]",
"innerBlocks": []
}