Víkingur Ólafsvík með góðan sigur á Ægi

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Víkingur tók á móti liði Ægis á Ólafsvíkurvelli í 2. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og vann öruggan sigur 5-2. Fyrsta mark leiksins kom þó ekki fyrr en á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar Mikael Hrafn Helgason kom heimamönnum yfir og staðan í hálfleik 1-0 fyrir Víking.\r\n\r\nÞað var aðeins meira fjör í seinni hálfleik og mörkunum nánast rigndi inn. Á 61. mínútu jafnaði Dimitrije Cokic fyrir Ægi en Andri Þór Sólbergsson var snöggur til og kom Víkingi aftur yfir mínútu síðar. Mitchell Reece kom Víkingi í tveggja marka forystu rúmum tíu mínútum síðar og undir lok leiksins bættu þeir Luis Romero Jorge og Emmanuel Eli Keke við tveimur mörkum fyrir Víking. Enn var þó tími fyrir eitt mark og það var fyrrnefndur Cokic sem skoraði sárabótarmark í uppbótartíma fyrir Ægi, lokastaðan 5-2 fyrir Víking.\r\n\r\nMeð sigrinum færðist Víkingur upp í áttunda sæti deildarinnar og er með tólf stig eins og KF en með betri markatölu. Víkingur er nú sex stigum frá fallsæti en neðst eru Magni Grenivík og Reynir Sandgerði. Næsti leikur Víkings í deildinni er næsta laugardag gegn Völsungi á Húsavík og hefst klukkan 14.",
  "innerBlocks": []
}
Víkingur Ólafsvík með góðan sigur á Ægi - Skessuhorn