Úr leik Stjörnunnar og ÍA fyrr í sumar. Ljósm. Lárus Árni Wöhler

Skagamenn komnir í botnsæti Bestu deildarinnar

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Sunnudagurinn 24. apríl er dagurinn sem ÍA vann sinn eina leik til þessa í Bestu deild karla í knattspyrnu í sumar þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Víkings 3-0 á heimavelli. Síðan þá hafa þeir gert fjögur jafntefli og tapað sjö leikjum í deildinni og staðan orðin virkilega erfið hjá liðinu þegar níu leikir eru eftir í deildinni. Í gær komu Stjörnumenn í heimsókn á Akranesvöll og unnu öruggan sigur með þremur mörkum gegn engu. Emil Atlason kom Stjörnunni yfir strax á fimmtu mínútu leiksins en mínútu síðar fékk Kristian Lindberg dauðafæri fyrir ÍA til að jafna metin þegar hann fékk boltann á markteig en markvörður Stjörnunnar gerði vel og varði skot hans. Það var síðan rétt áður en flautað var til hálfleiks að gestirnir juku forskotið og þvílíkt mark! Emil tók hælspyrnu við vítateig Skagamanna beint á Ólaf Karl Finsen sem lyfti boltanum upp og tók hjólhestaspyrnu beint upp í fjærhornið, án efa flottasta mark sumarsins hingað til. Staðan því 0-2 í hálfleik fyrir Stjörnuna og lítið sem benti til þess að Skagamenn gætu komið til baka í þeim seinni.\r\n\r\nSkagamenn reyndu þó hvað þeir gátu til að minnka muninn í seinni hálfleik en fengu fá hættuleg færi og það var síðan stundarfjórðungi fyrir leikslok sem Stjörnumenn skoruðu þriðja og síðasta mark leiksins þegar Ísak Andri Sigurgeirsson gerði vel einn á einn á móti markmanni ÍA og setti boltann auðveldlega í netið. Sannfærandi sigur Stjörnumanna sem eru nú í fjórða sæti en Skagamenn í tólfta og neðsta sæti deildarinnar með aðeins átta stig eins og ÍBV sem er sæti ofar með betri markatölu.\r\n\r\nÞað er ljóst að margt þarf að breytast svo að Skagamenn nái að koma sér ofar í deildinni og það virðist einfaldlega mjög lítið sjálfstraust í liðinu enda ekki unnið leik í næstum þrjá mánuði. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, hefur ekki náð að bæta varnarleik liðsins frá síðasta sumri að neinu marki og sóknarleikur liðsins er í molum. ÍA hefur aðeins skorað 13 mörk í jafnmörgum leikjum í deildinni í sumar og vantar tilfinnanlega markaskorara en þeir eru víst ekki margir á lausu. Enn er þó von og afar mikilvægt að Skagamenn nái að snúa slæmu gengi liðsins við sem fyrst og nú er tíminn að standa við bakið á liðinu og styðja það í þessari erfiðu baráttu sem framundan er.\r\n\r\nNæsti leikur Skagamanna er gegn Fram næsta mánudag á Akranesvelli og hefst klukkan 19.15.",
  "innerBlocks": []
}
Skagamenn komnir í botnsæti Bestu deildarinnar - Skessuhorn