{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "KFB og Skallagrímur áttust við í A riðli í 4. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram á Álftanesi. KFB hafði unnið einn sigur í tíu leikjum í riðlinum til þessa á meðan Skallagrímur er í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Sergio Jorda kom Skallagrími yfir eftir tæplega hálftíma leik og þannig var staðan í hálfleik. Í þeim seinni hrukku Skallarnir í gang og skoruðu fimm mörk. Steindór Mar Gunnarsson var með tvö mörk og Viktor Ingi Jakobsson með eitt eftir klukkutíma leik og síðan bættu þeir Viktor Már Jónasson og Alexis Alexandrenne við sitt hvoru markinu eftir það, lokastaðan 0-6 fyrir gestina úr Borgarnesi.\r\n\r\nStaðan í riðlinum eftir tíu umferðir er sú að Hvíti riddarinn er efstur með 28 stig, Árbær er í öðru sæti með 25 stig og Skallagrímur með 24 stig. Liðin eiga eftir fjóra leiki í riðlinum og bæði Skallagrímur og Árbær eiga eftir leik við Hvíta riddarann sem sker líklega úr um hvaða tvö lið fara í úrslitakeppni 4. deildar í sumar. Næsti leikur Skallagríms í riðlinum er næsta mánudag gegn Kríu á Skallagrímsvelli og hefst klukkan 20.",
"innerBlocks": []
}