Íþróttir
Unnur í leik með ÍA í sumar. Ljósm. sas

Unnur Ýr komin í 200 leikja klúbbinn

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Unnur Ýr Haraldsdóttir, leikmaður ÍA í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu, lék á mánudaginn sinn 200. leik í meistaraflokki í 1-3 sigri ÍA gegn KH í 2. deildinni. Unnur sem er fædd árið 1994 er uppalin hjá ÍA og hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með ÍA. Hún lék sinn fyrsta leik á Íslandsmóti í meistaraflokki á Akranesvelli þegar hún kom inn á sem varamaður í 0-4 tapi gegn Völsungi í 1. deild í B riðli árið 2009, þá einungis 15 ára gömul. Í þessum 200 leikjum hefur Unnur skorað alls 78 mörk en um er að ræða leiki á Íslandsmótinu, í bikarkeppni og deildarbikar.\r\n\r\nUnnur, sem er tveggja barna móðir, á ekki langt að sækja hæfileikana því hún er dóttir Haraldar Ingólfssonar og Jónínu Víglundsdóttur sem léku samanlagt vel yfir 500 meistaraflokksleiki á sínum ferli með ÍA á sínum tíma. Þá hafa yngri bræður hennar vakið athygli á knattspyrnuvellinum síðustu ár en þeir eru Tryggvi Hrafn (f. 1996) sem leikur með Val í Bestu deildinni, Hákon Arnar (f. 2003) sem leikur með FC Köbenhavn í Danmörku og Haukur Andri (f. 2005) sem hefur leikið sex leiki með ÍA í Bestu deildinni í sumar.",
  "innerBlocks": []
}
Unnur Ýr komin í 200 leikja klúbbinn - Skessuhorn