Allir leikmenn og dómarar stilltu sér svo upp með áhorfendum í lok leiks. Ljósm. tfk.

Síðasti heimaleikur Reynis í sumar

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Reynir Hellissandi, sem spilar í A riðli 4. deildar í knattspyrnu, tók á móti Kríu í síðasta heimaleik sumarsins á Ólafsvíkurvelli föstudaginn 12. ágúst. Frábær umgjörð var fyrir leikinn en allur ágóði af miðasölu rann óskertur til Birnu Kristmundsdóttur en hún háir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Birna er ung móðir ættuð úr Grundarfirði og er systir Brynjars Kristmundssonar spilandi þjálfara Reynis og aðstoðarþjálfara Víkings Ólafsvíkur. Hægt er að leggja málefninu lið með því að leggja inn á kennitölu 191288-2039 og reikning númer 0191-26-000138 fyrir þá erfiðu baráttu sem framundan er. Leikmenn Kríu létu ekki sitt eftir liggja en allir borguðu þeir sig inn á leikinn og lögðu einnig 50.000 krónur til stuðnings Birnu.\r\n\r\nLeikurinn var jafn og spennandi og góð stemning á vellinum. Reynismenn náðu að jafna tvisvar sinnum í leiknum, en fengu svo víti á sig 3-2 og að endingu laumuðu Kríu menn inn einu marki í viðbót þegar heimamenn voru að leita að þriðja jöfnunarmarkinu. Úrslitin því 4:2 fyrir Kríu.",
  "innerBlocks": []
}
Síðasti heimaleikur Reynis í sumar - Skessuhorn