Víkingur Ó með tap á móti ÍR

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "ÍR og Víkingur Ólafsvík áttust við í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og fór viðureignin fram í Breiðholtinu. Víkingur komst yfir á sjöundu mínútu leiksins með marki frá Luis Romero Jorge og þannig var staðan í hálfleik. Jorgen Petterson jafnaði leikinn fyrir ÍR á 58. mínútu og það var síðan Bragi Karl Bjarkason sem tryggði sigur heimamanna á 72. mínútu, lokastaðan 2-1 fyrir ÍR.\r\n\r\nÞegar sex umferðir eru eftir af deildinni er Víkingur í níunda sæti með 16 stig, KF er með 15 stig, Reynir Sandgerði með tíu stig og Magni er neðstur með níu stig. Efst er Njarðvík með 40 stig, Þróttur Reykjavík er með 35 stig og Völsungur og Ægir með 29 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Víkings er á miðvikudaginn gegn Þrótti á Ólafsvíkurvelli og hefst klukkan 18.",
  "innerBlocks": []
}
Víkingur Ó með tap á móti ÍR - Skessuhorn