Ylfa Laxdal og Erna Björt skoruðu báðar gegn Hamri. Hér í leik fyrr í sumar á móti KR. Ljósm. sas

Skagakonur fóru á kostum á móti Hamri

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "ÍA og Hamar áttust við í gærkvöldi í 2. deild kvenna í knattspyrnu og var leikurinn á Akranesvelli. Það má með sanni segja að Skagakonur hafi verið á eldi í leiknum því þær skoruðu alls ellefu mörk í öllum regnbogans litum, lokatölur 11-0 fyrir ÍA. Fjörið hófst strax á þriðju mínútu þegar Marey Edda Helgadóttir skoraði fyrsta mark leiksins og Anna Þóra Hannesdóttir bætti við öðru marki á 21. mínútu. Ylfa Laxdal Unnarsdóttir var næst á blaði eftir 26 mínútna leik og þær Unnur Ýr Haraldsdóttir og Nikolina Musto sáu til þess að staðan í hálfleik var 5-0 fyrir ÍA.\r\n\r\nBrynja Valgeirsdóttir leikmaður Hamars varð fyrir því óláni í byrjun síðari hálfleiks að skora sjálfsmark áður en Samira Suleman skoraði sjöunda mark leiksins. Erla Karitas Jóhannesdóttir skoraði mark úr víti tæplega tuttugu mínútum fyrir leikslok og þá var komið að þætti varamannsins Ernu Bjartar Elíasdóttur sem hafði komið inn á 67. mínútu. Hún setti þrennu á 15 mínútna kafla undir lok leiksins og innsiglaði stórsigur ÍA.\r\n\r\nSkagakonur eru nú í fimmta sæti í deildinni með 18 stig eftir tíu leiki og bíða spenntar eftir úrslitakeppni efri hluta 2. deildar sem hefst föstudaginn 26. ágúst. Síðasta umferð deildarinnar verður næsta laugardag og þá mætir ÍA botnliði KÁ sem er enn án stiga og því líklegt að ÍA nái að laga markatöluna enn frekar. Leikurinn fer fram á Akranesvelli á laugardaginn og hefst klukkan 14.",
  "innerBlocks": []
}
Skagakonur fóru á kostum á móti Hamri - Skessuhorn