
Byrjunarlið Kára sem spilaði gegn Elliða. Ljósm. Kári
Kári kominn í sjötta sætið
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Knattspyrnufélagið Kári tók á móti Elliða í 3. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og vann sigur með minnsta mun, 1-0. Það var Fylkir Jóhannsson sem skoraði sigurmark Kára í byrjun seinni hálfleiks og þar við sat. Sjöundi sigurleikur Kára í sumar og er liðið í sjötta sæti deildarinnar með 23 stig. Mikil spenna er á toppi og botni deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir. Sindri, KFG og Dalvík/Reynir eru efst og jöfn með 31 stig, Víðir í fjórða sæti með 29 stig og KFS í fimmta með 26 stig. ÍH og Vængir Júpiters eru sjö stigum frá öruggu sæti með 13 stig og neðst er KH með 11 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Kára er gegn KFG á Samsung vellinum í Garðabæ næsta föstudag og hefst klukkan 19.15.",
"innerBlocks": []
}