
Skagakonur eiga erfitt verkefni fyrir höndum. Ljósm. sas
Skagakonur unnu sigur á KÁ
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "ÍA og KÁ mættust á laugardaginn í síðustu umferð 2. deildar kvenna í knattspyrnu og fór leikurinn fram á Akranesvelli. Skagakonur byrjuðu af krafti í leiknum því eftir rúmlega fimmtán mínútna leik var staðan orðin 3-0 fyrir ÍA. Sunna Rún Sigurðardóttir skoraði fyrstu tvö mörkin áður en fyrirliðinn Bryndís Rún Þórólfsdóttir skoraði þriðja markið og sitt sjöunda í deildinni í sumar.\r\n\r\nÍ byrjun seinni hálfleiks bætti Vala María Sturludóttir við fjórða markinu og það var síðan Hugrún Stefnisdóttir sem skoraði fimmta og síðasta mark leiksins, lokatölur 5-0 fyrir ÍA. Markaskorarar ÍA í leiknum voru í yngri kantinum fyrir utan Bryndísi Rún sem er fædd árið 1997. Hugrún er fædd árið 2007 og þær Sunna Rún og Vala María eru fæddar 2008, efnilegar stelpur þar á ferð.\r\n\r\nÍA endaði í fimmta sæti í deildinni í sumar með 21 stig í ellefu leikjum með markatöluna 40:19. Í efsta sæti var Fram með 28 stig, Völsungur með 27 stig, Grótta og ÍR í þriðja og fjórða sæti með 26 stig og KH í sjötta sæti með 13 stig. Nú tekur við einföld umferð þessara sex liða um tvö sæti sem gefa þátttökurétt í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Liðin taka með sér stigin úr deildarkeppninni og því á ÍA erfitt verkefni fyrir höndum að saxa á hin liðin í stigasöfnun.\r\n\r\nÚrslitakeppnin hefst strax á föstudaginn þegar Skagakonur fara í heimsókn á Vivaldivöllinn og spila við Gróttu en í fyrri leik liðanna í lok júlí burstaði Grótta lið ÍA 6-1. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og hvetjum við stuðningsmenn ÍA að mæta á leikinn og styðja Skagakonur til dáða.",
"innerBlocks": []
}