Leyniskonur voru hæstánægðar með bronsið. Frá vinstri: Díana Carmen, Ragnheiður, Rakel, María Björk, Elísabet, Ruth, Jóna Björg og Helga Rún. Ljósm. Leynir

Leynir í þriðja sæti í golfi 50 ára og eldri

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Leyniskonur náðu frábærum árangri á Íslandsmóti golfklúbba 50 ára og eldri en mótið fór fram á Hólmsvelli í Leirunni 18.-20. ágúst. Leyniskonur gerðu sér lítið fyrir og náðu þriðja sætinu eftir sigur gegn Golfklúbbi Kópavogs- og Garðabæjar. Árangurinn er sérstaklega ánægjulegur þar sem liðið sigraði í 2. deild fyrir ári síðan og kepptu þær því sem nýliðar í efstu deild í ár. Sveitina skipuðu ; Ruth Einarsdóttir (liðsstjóri), Elísabet Valdimarsdóttir, Helga Rún Guðmundsdóttir, María Björk Sveinsdóttir, Ragnheiður Jónasdóttir, Rakel Kristjánsdóttir, Díana Carmen Llorens og Jóna Björg Olsen.",
  "innerBlocks": []
}
Leynir í þriðja sæti í golfi 50 ára og eldri - Skessuhorn