{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Skallagrímur og Ísbjörninn mættust á föstudaginn í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu og fór leikurinn fram á Skallagrímsvelli. Það var sannkallað markaregn í blíðunni í Borgarnesi því Skallagrímsmenn skoruðu fimm mörk í fyrri hálfleik. Arthúr Bjarni Magnason skoraði tvö mörk og þeir Viktor Ingi Jakobsson, Elís Dofri Gylfason og Helgi Rafn Bergþórsson skoruðu eitt mark hver.\r\n\r\nViktor Már Jónasson bætti við sjötta markinu fyrir Skallagrím eftir rúmlega klukkustundar leik áður en Vladimir Panic kom Ísbirninum á blað á 77. mínútu. Elís Dofri átti lokaorðið á lokamínútunni með sínu öðru marki í leiknum og tíunda marki sínu í sumar í riðlinum, lokastaðan 7-1 fyrir Skallagrím.\r\n\r\nEf skoðuð eru úrslit leikja í þessum riðli í sumar er áhugavert að í þessum 52 leikjum sem eru afstaðnir hefur aðeins tveimur leikjum lokið með jafntefli. Efstu liðin, Hvíti riddarinn og Árbær gerðu jafntefli í sínum innbyrðis viðureignum og lauk þeim báðum 1-1.\r\n\r\nSkallagrímur á enn veika von að ná sæti í úrslitakeppninni eftir sigurinn en verður að treysta á að Árbær tapi sínum leik á móti Ísbirninum næsta föstudag. Daginn eftir fer Skallagrímur á Ísafjörð og leikur síðasta leik sinn í sumar í riðlinum gegn Herði á Olísvellinum. Viðureignin hefst klukkan 14 og verður vonandi ekki síðasti leikur Skallagríms í sumar.",
"innerBlocks": []
}
Skallagrímur með stórsigur á Ísbirninum - Skessuhorn