Íþróttir

true

Siguroddur Pétursson valinn Íþróttamanneskja HSH 2024

Síðasta sunnudag var kynnt hver hlaut nafnbótina Íþróttamanneskja HSH árið 2024 og var viðburðurinn að Langaholti. Að auki var vinnuþjörkum og sjálfboðaliðum HSH veittar viðurkenningar fyrir þeirra störf. Siguroddur Pétursson var kjörinn Íþróttamanneskja HSH 2024 ásamt því að vera Hestaíþróttamanneskja HSH 2024. Siguroddur hefur staðið sig gríðarlega vel á árinu og á Landsmóti hestamanna keppti…Lesa meira

true

Skagamenn með sterkan sigur á Sindra í toppbaráttunni

ÍA og Sindri mættust í sannkölluðum toppslag í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Tæplega tvö hundruð áhorfendur voru mættir og mikil stemning í húsinu enda mikið undir í leiknum. Sindri gat haldið toppsætinu með sigri á meðan heimamenn gátu jafnað gestina að stigum og því mátti…Lesa meira

true

Þriðji leikhluti banabiti Skallagríms

Skallagrímur tók á móti Ármanni í 1. deild karla í körfubolta á föstudaginn. Fyrir leikinn voru gestirnir í öðru sæti deildarinnar með 18 stig en heimamenn í Skallagrími í tíunda sæti með 6 stig. Skallagrímur var með nýjan leikmann, bakvörðinn Luke Moyer, en nýi hávaxni bandaríski leikmaðurinn, Jermaine Hamlin var ekki kominn með leikheimild og…Lesa meira

true

Alexandra Björg er íþróttamaður Grundarfjarðar 2024

Val á íþróttamanni Grundarfjarðar var kunngjört við hátíðlega athöfn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar á gamlársdag. Það er íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins, ásamt fulltrúum íþróttafélaganna fjögurra, sem velur íþróttamann Grundarfjarðar út frá tilnefningum íþróttafélaga og deilda. Að þessu sinni voru fjórir afreksíþróttamenn tilnefndir, en það voru þau Anna María Reynisdóttir fyrir golf, Dagný Rut Kjartansdóttir fyrir skotfimi,…Lesa meira

true

Snæfell með tap í fyrsta leik ársins

Fyrsti leikur 1. deildar karla í körfubolta á nýju ári fór fram í gærkvöldi en Snæfell tók þá á móti Fjölni í Stykkishólmi. Snæfell var fyrir leikinn með sex stig í deildinni en Fjölnir með átta. Snæfell byrjaði leikinn af miklum krafti og var með fínt forskot þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður, 12-6, en gestirnir…Lesa meira

true

Heimafólk átti ekki roð við gestunum að sunnan á Vesturlandsmótinu

Vesturlandsmótið í sveitakeppni í bridds var spilað í sal FEBAN á Dalbraut 4 á Akranesi í gær. Mótið var jafnframt silfurstigamót og útskýrir það góða þátttöku spilara sem flestir komu af höfuðborgarsvæðinu. 20 sveitir tóku þátt en spilaðar voru sex tíu spila umferðir. Mótsstjórn var í höndum Þórðar Ingólfssonar, sem reyndar spilaði mestallt mótið í…Lesa meira

true

Skagamenn mæta Fram í fyrsta leik í Bestu deildinni

Drög að niðurröðun leikja í Bestu deild karla, Lengjudeild kvenna og 2. deild karla, hefur verið birt á vef Knattspyrnusambands Íslands. Opnunarleikur Bestu deildar karla verður laugardaginn 5. apríl en þar mæta Íslandsmeistarar Breiðabliks nýliðum Aftureldingar á Kópavogsvelli. Skagamenn eiga fyrsta leik á útivelli gegn Fram sunnudaginn 6. apríl og fyrsti heimaleikur ÍA verður í…Lesa meira

true

Skallagrímur heldur áfram að styrkja lið sitt

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur náð samkomulagi við Luke Moyer til að spila með meistaraflokki karla út tímabilið. Luke er reynslumikill bakvörður sem hefur spilað m.a með liði Njarðvíkur hér á Íslandi, í Mexíkó, Georgíu, Spáni og Kanada. Luke spilaði með liði Njarðvíkur á síðasta tímabili en lék eingöngu tíu leiki með liðinu. Í þeim tíu leikjum…Lesa meira

true

Skallagrímur semur við nýjan bandarískan leikmann

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur náð samkomulagi við Jermaine Hamlin um að leika með meistaraflokki karla. Deildin hefur sagt upp samning við Ishmael Sanders sem kom til liðsins um miðjan október mánuð og spilaði níu leiki með liðinu. Jermaine Hamlin kemur frá liðinu Oulun í Finnlandi en þar skilaði Jermaine 13 stigum að meðaltali í leik ásamt…Lesa meira

true

Fimmtán tilnefndir til Íþróttamanneskju Akraness 2024

Á þrettándanum 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á íþróttamanneskju Akraness árið 2024. Nú hefur verið opnað fyrir kosningu í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og verður hún opin frá 27. desember til og með 2. janúar. Alls eru 15 manns tilnefnd að þessu sinni og eru hér í stafrófsröð: Vélhjólaíþróttafélag Akraness Aníta Hauksdóttir Aníta Hauksdóttir er…Lesa meira