
Benjamín Karl Styrmisson, leikmaður Skallagríms skorar hér sín tvö stig í leiknum með skemmtilegu sniðskoti.
Þriðji leikhluti banabiti Skallagríms
Skallagrímur tók á móti Ármanni í 1. deild karla í körfubolta á föstudaginn. Fyrir leikinn voru gestirnir í öðru sæti deildarinnar með 18 stig en heimamenn í Skallagrími í tíunda sæti með 6 stig. Skallagrímur var með nýjan leikmann, bakvörðinn Luke Moyer, en nýi hávaxni bandaríski leikmaðurinn, Jermaine Hamlin var ekki kominn með leikheimild og sat því á varamannabekk heimamanna.