Íþróttir
Sveitin SLAM bar sigur úr býtum á silfursgtigamótinu. Ljósm. se

Heimafólk átti ekki roð við gestunum að sunnan á Vesturlandsmótinu

Vesturlandsmótið í sveitakeppni í bridds var spilað í sal FEBAN á Dalbraut 4 á Akranesi í gær. Mótið var jafnframt silfurstigamót og útskýrir það góða þátttöku spilara sem flestir komu af höfuðborgarsvæðinu. 20 sveitir tóku þátt en spilaðar voru sex tíu spila umferðir. Mótsstjórn var í höndum Þórðar Ingólfssonar, sem reyndar spilaði mestallt mótið í forföllum eins spilarans. Sveitin SLAM varð í efsta sæti og vann þar með silfurstigamótið, en nafn sveitarinnar er myndað af upphafsstöfum spilara sem voru þau Svala Kristín Pálsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir, Aðalsteinn Jörgensen og Matthías Gísli Þorvaldsson.

Heimafólk átti ekki roð við gestunum að sunnan á Vesturlandsmótinu - Skessuhorn