Íþróttir
Luke Moyer.

Skallagrímur heldur áfram að styrkja lið sitt

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur náð samkomulagi við Luke Moyer til að spila með meistaraflokki karla út tímabilið. Luke er reynslumikill bakvörður sem hefur spilað m.a með liði Njarðvíkur hér á Íslandi, í Mexíkó, Georgíu, Spáni og Kanada. Luke spilaði með liði Njarðvíkur á síðasta tímabili en lék eingöngu tíu leiki með liðinu. Í þeim tíu leikjum skilaði hann 8,9 stigum í leik.

Skallagrímur heldur áfram að styrkja lið sitt - Skessuhorn