Íþróttir
Alexandra Björg ásamt Ólafi íþrótta- og tómstundafulltrúa og Björgu bæjarstjóra að taka við viðurkenningu fyrir íþróttamann Grundarfjarðarbæjar 2024. Ljósm. Grundarfjarðarbær

Alexandra Björg er íþróttamaður Grundarfjarðar 2024

Val á íþróttamanni Grundarfjarðar var kunngjört við hátíðlega athöfn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar á gamlársdag. Það er íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins, ásamt fulltrúum íþróttafélaganna fjögurra, sem velur íþróttamann Grundarfjarðar út frá tilnefningum íþróttafélaga og deilda. Að þessu sinni voru fjórir afreksíþróttamenn tilnefndir, en það voru þau Anna María Reynisdóttir fyrir golf, Dagný Rut Kjartansdóttir fyrir skotfimi, Sól Jónsdóttir fyrir hestaíþróttir og Alexandra Björg Andradóttir fyrir blak. Öll leggja þau mikinn metnað í sína íþrótt og eru góðar fyrirmyndir.