Íþróttir
Fyrirliðinn Lucien Christofis í baráttu undir körfunni í leiknum. Ljósm. Jónas H. Ottósson

Skagamenn með sterkan sigur á Sindra í toppbaráttunni

ÍA og Sindri mættust í sannkölluðum toppslag í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Tæplega tvö hundruð áhorfendur voru mættir og mikil stemning í húsinu enda mikið undir í leiknum. Sindri gat haldið toppsætinu með sigri á meðan heimamenn gátu jafnað gestina að stigum og því mátti búast við hörkuleik.

Skagamenn með sterkan sigur á Sindra í toppbaráttunni - Skessuhorn