Íþróttir

true

Alda sá um Skagakonur í sigri Fram

ÍA og Fram mættust í þriðju umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn í logninu í Akraneshöllinni. Fyrsta færi leiksins kom á 9. mínútu þegar Erna Björt Elíasdóttir átti góða sendingu inn á markteig Fram þar sem Erla Karitas Jóhannesdóttir var á auðum sjó en í staðinn fyrir að skjóta á markið…Lesa meira

true

Akrafjall Ultra var haldið um helgina

Utanvegahlaupið Akrafjall Ultra var haldið í fyrsta skipti á laugardaginn þar sem keppt var í þremur vegalengdum; 10 km, 20 km og 27 km. Ræst var frá Ultra Form stöðinni á Ægisbraut 29 á Akranesi og lauk hlaupinu við Akraneshöllina. Keppendur voru alls 330 og var uppselt í hlaupið. Veðrið lék við keppendur; logn og…Lesa meira

true

Árni Marinó bjargaði stigi fyrir ÍA

Fram og ÍA mættust í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal. Fyrir leik var Fram með ellefu stig í 5. sæti og ÍA með níu stig í því áttunda. Fyrsta færi leiksins fékk Hinrik Harðarson á 11. mínútu þegar hann slapp í gegnum vörn Fram…Lesa meira

true

Pétur Már Sigurðsson tekur við þjálfun Skallagríms

Tilkynnt var í gær að körfuknattleiksdeild Skallagríms hafi náð að semja við Pétur Má Sigurðsson um þjálfun meistaraflokks karla. Skrifar Pétur undir tveggja ára samning en hann tekur við liðinu af Atla Aðalsteinssyni sem stýrt hefur því undanfarin ár. Auk þess mun Pétur sitja í gæðahópi þjálfara sem hefur það markmið að mynda, skýra og…Lesa meira

true

Sigur í fyrsta heimaleik Skallagríms

Það var vel mætt í áhorfendastúkuna í Borgarnesi í gær þegar Skallagrímur tók á móti KFS frá Vestmannaeyjum í annarri umferð 4. deildar karla í knattspyrnu. Nokkur vindur var, sem er ekki óalgengt í Borgarnesi, en liðin sýndu ágætis takta í fyrri hálfleik. Skallagrímur náði nokkrum sinnum að opna vörn KFS en gerði ekki nægilega…Lesa meira

true

Þorsteinn vann úrtökumót í hjólreiðum

Hjólreiðakappinn Þorsteinn Bárðarson frá Rifi keppti á úrtökumóti fyrir HM í Skotlandi í Gravel keppni í hjólreiðum á laugardaginn. Þorsteinn, sem keppti í flokki 45-49 ára, varð í 1. sæti og fer því á Heimsmeistaramótið í Belgíu sem verður haldið í október á þessu ári. Í Gravel hjólreiðakeppni er hjólað á malarvegi og utan vegar…Lesa meira

true

Reynir tapaði stórt gegn Herði

Hörður Ísafirði og Reynir Hellissandi mættust í B riðli 5. deildar karla í knattspyrnu á sunnudaginn og var leikurinn á Kerecisvellinum á Ísafirði. Það blés ekki byrlega fyrir gestunum í leiknum því eftir rúmlega hálftíma leik voru leikmenn Harðar búnir að skora fjögur mörk og staðan í hálfleik 4-0 fyrir Herði. Fimmta mark heimamanna kom…Lesa meira

true

Markasúpa í Akraneshöllinni

Kári og Vængir Júpiters mættust á föstudagskvöldið í 3. deild karla í knattspyrnu í Akraneshöllinni þar sem boðið var upp á alvöru markaveislu og almenna skemmtun. Fjörið hófst á 17. mínútu þegar Axel Freyr Ívarsson kom Kára yfir en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Rafael Máni Þrastarson metin fyrir gestina. Hann var síðan aftur á…Lesa meira

true

Skagamenn úr leik í Mjólkurbikarnum

Keflavík og ÍA áttust við í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á HS Orku vellinum í Keflavík. Lengjudeildarlið Keflavíkur hafði slegið út lið Víkings Ólafsvíkur og Breiðabliks á leið sinni í 16-liða úrslitin á meðan ÍA hafði unnið sigur á Tindastól í 32-liða úrslitunum. Skagamenn byrjuðu betur í leiknum…Lesa meira

true

Tap hjá Skallagrími í fyrsta leik

Skallagrímur lék sinn fyrsta leik í sumar í 4. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi þegar þeir mættu liði KÁ á Birtuvellinum á Ásvöllum í Hafnarfirði. Kristján Ómar Björnsson, sem verður 44 ára seint á árinu, skoraði fyrsta mark leiksins á 37. mínútu fyrir heimamenn og sex mínútum síðar bætti Ágúst Jens Birgisson við öðru…Lesa meira