
Hinrik Harðarson skoraði eina mark ÍA í leiknum. Ljósm. kfía
Skagamenn úr leik í Mjólkurbikarnum
Keflavík og ÍA áttust við í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á HS Orku vellinum í Keflavík. Lengjudeildarlið Keflavíkur hafði slegið út lið Víkings Ólafsvíkur og Breiðabliks á leið sinni í 16-liða úrslitin á meðan ÍA hafði unnið sigur á Tindastól í 32-liða úrslitunum.