
Árni Marinó átti góðan leik gegn Fram. Ljósm. Lárus Árni Wöhler
Árni Marinó bjargaði stigi fyrir ÍA
Fram og ÍA mættust í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal. Fyrir leik var Fram með ellefu stig í 5. sæti og ÍA með níu stig í því áttunda. Fyrsta færi leiksins fékk Hinrik Harðarson á 11. mínútu þegar hann slapp í gegnum vörn Fram og keyrði inn í vítateiginn. Hann átti síðan fast skot að marki sem Ólafur Íshólm varði vel en líklegast hefði Hinrik átt að gera betur einn á móti markmanni. Framarar fengu síðan ágætis færi tíu mínútum síðar þegar boltinn lenti ofan á þverslánni en besta færið kom á lokamínútu fyrri hálfleiks. Johannes Vall komst þá upp að endamörkum og þrumaði boltanum í stöng Framara og út og þar sluppu heimamenn með skrekkinn en staðan 0-0 í hálfleik.