
Mikael Hrafn skoraði eitt af fimm mörkum Kára í leiknum. Ljósm. vaks
Markasúpa í Akraneshöllinni
Kári og Vængir Júpiters mættust á föstudagskvöldið í 3. deild karla í knattspyrnu í Akraneshöllinni þar sem boðið var upp á alvöru markaveislu og almenna skemmtun. Fjörið hófst á 17. mínútu þegar Axel Freyr Ívarsson kom Kára yfir en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Rafael Máni Þrastarson metin fyrir gestina. Hann var síðan aftur á ferðinni eftir hálftíma leik með sitt annað mark en fyrirliðinn Sigurjón Logi Bergþórsson sá til þess að aftur var jafnt þegar hann skoraði fyrir Kára fimm mínútum síðar, staðan 2-2 og fjörið rétt að byrja. Því áður en fyrri hálfleik lauk skoraði Anton Breki Óskarsson tvö mörk fyrir Vængina á sjö mínútna kafla og Káramenn hálf hissa á þessu öllu saman, staðan 2-4 í hálfleik.