Íþróttir

true

Jóhannes Karl hættur sem aðstoðar landsliðsþjálfari

Knattspyrnusambandið greindi frá því í hádeginu í dag að Jóhannes Karl Guðjónsson hefur óskað eftir því að láta af störfum sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla. Þetta kemur á óvart einkum í ljósi þess að mánuður er síðan hann samdi um framlengingu samnings hans við KSÍ til ársloka 2025. Mun Jóhannes Karl taka við þjálfun liðs…Lesa meira

true

Körfuknattleiksfólk Snæfells verðlaunað

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Snæfells fór fram í síðustu viku og voru viðurkenningar veittar fyrir tímabilið. Mikilvægasti leikmaður karla var Jaeden King, besti varnarmaður karla var Snjólfur Björnsson, besti ungi leikmaður karla var Sturla Böðvarsson og mestu framfarir voru hjá Magna Blæ Hafþórssyni. Hjá meistaraflokki kvenna var mikilvægasti leikmaður valin Shawnta Shaw, besti varnarmaður kvenna var Jasmina…Lesa meira

true

Hvannir hirtu bronsið í blaki

Öldungamót Blaksambands Íslands var haldið að Varmá í Mosfellsbæ um síðustu helgi og voru þar yfir 1300 þátttakendur af öllu landinu. Leikið var í deildum; 15 kvennadeildir og sjö karladeildir, en mótið hófst á fimmtudagsmorgun og lauk því á laugardagskveldi með veglegu lokahófi. Það voru þrjú kvennalið og eitt karlalið sem fóru úr Borgarfirði. Keppendur…Lesa meira

true

Bekkpressumót til minningar um Héðin Magnússon – myndasyrpa

Síðastliðinn laugardag hélt líkamsræktarstöðin Sólarsport bekkpressumót í íþróttahúsinu í Ólafsvík. Mótið var haldið til minningar um Héðin Magnússon sjómann og kraftlyftingamann sem fórst í sjóslysi á Svanborgu SH 7. desember 2001. Alls voru 17 keppendur sem tóku þátt í mótinu sem verður haldið árlega hér eftir. Keppt var í þremur flokkum; kvennaflokki, karlaflokki undir 100…Lesa meira

true

Jafntefli hjá Reyni og Smára í fyrsta leik

Reynir Hellissandi tók á móti Smára í fyrstu umferð í B riðli 5. deildar karla í knattspyrnu í gær og var leikurinn á Ólafsvíkurvelli. Lítið markvert gerðist fyrsta hálftímann í leiknum en þá gerðu Reynismenn tvær skiptingar með þriggja mínútna millibili. Út af fóru þeir Kári Viðarsson sem verður fertugur seint á árinu og Dominik…Lesa meira

true

Skagakonur töpuðu fyrir FHL í markaleik

FHL og ÍA tókust á í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í gær og var leikurinn í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Heimakonur byrjuðu betur í leiknum og komust yfir með marki frá Emmu Hawkins á 19. mínútu. Sjö mínútum síðar eftir gott uppspil ÍA fékk Erla Karitas Jóhannesdóttir knöttinn úti á kanti, geystist með hann í átt…Lesa meira

true

Víkingur náði jafntefli fyrir austan

Önnur umferð 2. deildar karla í knattspyrnu fór fram á laugardaginn og í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði tóku heimamenn í KFA á móti Víkingi Ólafsvík. KFA komst yfir á 18. mínútu þegar Marteinn Már Sverrisson komst inn fyrir vörn Víkings, hann átti skot með vinstri fæti og inn lak boltinn. Fimm mínútum síðar fengu heimamenn hornspyrnu…Lesa meira

true

Kári með góðan útisigur gegn Víði

Kári og Víðir áttust við í 2. umferð þriðju deildar karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var viðureignin á Nesfisksvellinum í Garði. Káramenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og áttu meðal annars skot í þverslá og fengu nokkur góð færi sem markvörður Víðis varði vel. Heimamenn áttu tvær skyndisóknir þar sem þeir komust einn…Lesa meira

true

Skaginn vann góðan sigur á Vestra

Nýliðar ÍA og Vestra mættust í sjöttu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á þungum og blautum Akranesvelli. Heimamenn voru sterkari aðilinn í frekar bragðdaufum fyrri hálfleik án þess að skapa sér mörg færi. Gestirnir voru nálægt því að ná forystu á 35. mínútu þegar Vladimir Tufedgzic átti skot að…Lesa meira

true

Vesturlandsmótið í boccia var spilað í Ólafsvík á föstudaginn

Vesturlandsmótið í boccía fór fram í íþróttahúsi Ólafsvíkur síðastliðinn föstudag. Að þessu sinni var mætingin mjög góð, en alls voru tvær sveitir mættar frá Ólafsvík, tvær úr Grundarfirði, þrjár úr Stykkishólmi, þrjár frá Hvammstanga, þrjár úr Borgarbyggð, fimm frá Akranesi og tvær úr Mosfellsbæ. Leikið var í fimm riðlum, fjórar sveitir í riðli. Í milliriðli…Lesa meira