
Jóhannes Karl Guðjónsson á Langasandi. Ljósm. vaks
Jóhannes Karl hættur sem aðstoðar landsliðsþjálfari
Knattspyrnusambandið greindi frá því í hádeginu í dag að Jóhannes Karl Guðjónsson hefur óskað eftir því að láta af störfum sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla. Þetta kemur á óvart einkum í ljósi þess að mánuður er síðan hann samdi um framlengingu samnings hans við KSÍ til ársloka 2025. Mun Jóhannes Karl taka við þjálfun liðs AB í Danmörku. Hann lætur af störfum frá og með deginum í dag og verður því ekki með A landsliði karla í næsta verkefni liðsins, sem eru tveir vináttuleikir ytra í næsta mánuði – gegn Englandi 7. júní í London og gegn Hollandi 10. júní í Rotterdam. Stefnt er að því að ganga frá ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara landsliðsins sem allra fyrst.