Íþróttir
Þrjár efstu sveitirnar á mótinu. Skagafólkið Eiríkur, Björg og Hilmar hampa bikarnum. Ljósmyndir: aðsendar

Vesturlandsmótið í boccia var spilað í Ólafsvík á föstudaginn

Vesturlandsmótið í boccía fór fram í íþróttahúsi Ólafsvíkur síðastliðinn föstudag. Að þessu sinni var mætingin mjög góð, en alls voru tvær sveitir mættar frá Ólafsvík, tvær úr Grundarfirði, þrjár úr Stykkishólmi, þrjár frá Hvammstanga, þrjár úr Borgarbyggð, fimm frá Akranesi og tvær úr Mosfellsbæ. Leikið var í fimm riðlum, fjórar sveitir í riðli. Í milliriðli spiluðu sigurvegarar úr riðlunum, fimm sveitir og auk þess stigahæsta sveitin í öðru sæti. Síðan spiluðu sigurvegarar úr milliriðli til úrslita og má segja að þar hafi mjög spennandi leikir farið fram, en svo fór að lokum að liðin þrjú voru jöfn að vinningum; einn sigur, eitt tap. Þá voru skoðuð skoruð stig í leikjunum og réði það úrslitum á mótinu. Tvær af sveitum Akraness urðu í efstu tveimur sætum en sveit úr Borgarbyggð hafnaði í þriðja sæti.

Vesturlandsmótið í boccia var spilað í Ólafsvík á föstudaginn - Skessuhorn