
Hvannir úr Borgarfirði. Ljósm. Sólrún Halla Bjarnadóttir
Hvannir hirtu bronsið í blaki
Öldungamót Blaksambands Íslands var haldið að Varmá í Mosfellsbæ um síðustu helgi og voru þar yfir 1300 þátttakendur af öllu landinu. Leikið var í deildum; 15 kvennadeildir og sjö karladeildir, en mótið hófst á fimmtudagsmorgun og lauk því á laugardagskveldi með veglegu lokahófi.