
Hluti verðlaunahafa kvöldsins. F.v: Magni Blær, Snjólfur, Alfa Frost, Dagný Inga og Katrín Mjöll. Ljósm. fb.
Körfuknattleiksfólk Snæfells verðlaunað
Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Snæfells fór fram í síðustu viku og voru viðurkenningar veittar fyrir tímabilið. Mikilvægasti leikmaður karla var Jaeden King, besti varnarmaður karla var Snjólfur Björnsson, besti ungi leikmaður karla var Sturla Böðvarsson og mestu framfarir voru hjá Magna Blæ Hafþórssyni. Hjá meistaraflokki kvenna var mikilvægasti leikmaður valin Shawnta Shaw, besti varnarmaður kvenna var Jasmina Jones, besti ungi leikmaður kvenna var Alfa Frost og mestu framfarir kvenna voru hjá Katrínu Mjöll Magnúsdóttur.