Íþróttir
Kristófer Máni fagnar marki sínu í leiknum. Ljósm. tfk

Jafntefli hjá Reyni og Smára í fyrsta leik

Reynir Hellissandi tók á móti Smára í fyrstu umferð í B riðli 5. deildar karla í knattspyrnu í gær og var leikurinn á Ólafsvíkurvelli. Lítið markvert gerðist fyrsta hálftímann í leiknum en þá gerðu Reynismenn tvær skiptingar með þriggja mínútna millibili. Út af fóru þeir Kári Viðarsson sem verður fertugur seint á árinu og Dominik Bajda sem er rétt yfir þrítugt. Ekki er vitað hvers vegna þeir fóru af velli en aldurinn kannski ekki að hjálpa enda þessir menn orðnir ansi gamlir eða ekki í æfingu fyrir svona sprikl. Hinn tvítugi Kristófer Máni Atlason kom síðan Reyni yfir á 37. mínútu eftir klafs í teignum og staðan í hálfleik 1-0 fyrir Reyni.

Jafntefli hjá Reyni og Smára í fyrsta leik - Skessuhorn