Íþróttir
Byrjunarlið ÍA gegn FHL. Ljósm. kfia

Skagakonur töpuðu fyrir FHL í markaleik

FHL og ÍA tókust á í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í gær og var leikurinn í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Heimakonur byrjuðu betur í leiknum og komust yfir með marki frá Emmu Hawkins á 19. mínútu. Sjö mínútum síðar eftir gott uppspil ÍA fékk Erla Karitas Jóhannesdóttir knöttinn úti á kanti, geystist með hann í átt að markinu og átti síðan gott skot sem endaði í fjærhorninu. Ansi vel gert en Adam var ekki lengi í Paradís því aðeins tveimur mínútum síðar var staðan 2-1 fyrir FHL. Þá átti leikmaður þeirra skot að marki sem hafnaði í þverslánni og fór þaðan í höfuðið á Klil Keshwar markmanni ÍA og í netið. Samantha Rose bætti síðan við þriðja markinu fyrir heimakonur á 37. mínútu og staðan í hálfleik ekki góð fyrir gestina, 3-1 FHL í hag.

Skagakonur töpuðu fyrir FHL í markaleik - Skessuhorn