
Byrjunarlið Kára gegn Víði. Ljósm. Kári
Kári með góðan útisigur gegn Víði
Kári og Víðir áttust við í 2. umferð þriðju deildar karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var viðureignin á Nesfisksvellinum í Garði. Káramenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og áttu meðal annars skot í þverslá og fengu nokkur góð færi sem markvörður Víðis varði vel. Heimamenn áttu tvær skyndisóknir þar sem þeir komust einn á móti markmanni Kára, Loga Mar Hjaltested, en hann varði frábærlega í bæði skiptin. Undir lok fyrri hálfleiks fékk leikmaður, Víðis Haraldur Smári Ingason, beint rautt spjald eftir glórulausa tæklingu og gestirnir því einum fleiri.