Íþróttir
Guðfinnur Þór átti góðan leik á miðjunni gegn Vestra. Ljósm. Jónína G. Guðbjartsdóttir

Skaginn vann góðan sigur á Vestra

Nýliðar ÍA og Vestra mættust í sjöttu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á þungum og blautum Akranesvelli. Heimamenn voru sterkari aðilinn í frekar bragðdaufum fyrri hálfleik án þess að skapa sér mörg færi. Gestirnir voru nálægt því að ná forystu á 35. mínútu þegar Vladimir Tufedgzic átti skot að marki en skot hans endaði í hliðarnetinu. Þremur mínútum síðar kom fyrsta mark leiksins þegar Jón Gísli Eyland átti fína fyrirgjöf fyrir markið og þar var Viktor Jónsson mættur á markteiginn, hann átti skot að marki sem markvörður Vestra varði en beint út aftur á Viktor sem ýtti honum yfir línuna. Staðan 1-0 fyrir ÍA í hálfleik og heimamenn til alls líklegir.

Skaginn vann góðan sigur á Vestra - Skessuhorn