Íþróttir
Gary Martin bjargaði stigi fyrir Ólsara. Ljósm. Víkingur Ó.

Víkingur náði jafntefli fyrir austan

Önnur umferð 2. deildar karla í knattspyrnu fór fram á laugardaginn og í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði tóku heimamenn í KFA á móti Víkingi Ólafsvík. KFA komst yfir á 18. mínútu þegar Marteinn Már Sverrisson komst inn fyrir vörn Víkings, hann átti skot með vinstri fæti og inn lak boltinn. Fimm mínútum síðar fengu heimamenn hornspyrnu og eftir smá klafs í teignum náði Eggert Gunnþór Jónsson skoti að marki sem markvörður Víkings, réð ekki við. Heimamenn mun sterkari í fyrri hálfleik en talsverð harka og ákefð var í leiknum og alls fóru tólf gul spjöld á loft í leiknum og eitt rautt. Staðan 2-0 fyrir KFA í hálfleik og erfiður róður framundan hjá Víkingi gegn sprækum heimamönnum.

Víkingur náði jafntefli fyrir austan - Skessuhorn