
Pétur Már Sigurðsson og Sigríður Bjarnadóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms, við undirritun. Ljósm. Skallagrímur
Pétur Már Sigurðsson tekur við þjálfun Skallagríms
Tilkynnt var í gær að körfuknattleiksdeild Skallagríms hafi náð að semja við Pétur Má Sigurðsson um þjálfun meistaraflokks karla. Skrifar Pétur undir tveggja ára samning en hann tekur við liðinu af Atla Aðalsteinssyni sem stýrt hefur því undanfarin ár. Auk þess mun Pétur sitja í gæðahópi þjálfara sem hefur það markmið að mynda, skýra og fylgja eftir samfellu í þjálfun yngri flokka og upp úr. Hann mun einnig halda utan um ungmennaflokk félagsins.