Íþróttir
Scott Bowen, þjálfari Skallagríms, þurfti að sætta sig við tap í sínum fyrsta leik. Ljósm. hig

Tap hjá Skallagrími í fyrsta leik

Skallagrímur lék sinn fyrsta leik í sumar í 4. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi þegar þeir mættu liði KÁ á Birtuvellinum á Ásvöllum í Hafnarfirði. Kristján Ómar Björnsson, sem verður 44 ára seint á árinu, skoraði fyrsta mark leiksins á 37. mínútu fyrir heimamenn og sex mínútum síðar bætti Ágúst Jens Birgisson við öðru marki fyrir KÁ, staðan 2-0 í hálfleik.

Tap hjá Skallagrími í fyrsta leik - Skessuhorn