Íþróttir
Heimamenn í sókn. Ljósm. hig

Sigur í fyrsta heimaleik Skallagríms

Það var vel mætt í áhorfendastúkuna í Borgarnesi í gær þegar Skallagrímur tók á móti KFS frá Vestmannaeyjum í annarri umferð 4. deildar karla í knattspyrnu. Nokkur vindur var, sem er ekki óalgengt í Borgarnesi, en liðin sýndu ágætis takta í fyrri hálfleik. Skallagrímur náði nokkrum sinnum að opna vörn KFS en gerði ekki nægilega vel í að klára færin sín. Eftir eina sókn Skallagríms náði KFS skyndisókn sem endaði með stungusendingu inn á Heiðmar Þór Magnússon sem kláraði færið sitt prýðilega og staðan 0-1 fyrir KFS í hálfleik.

Sigur í fyrsta heimaleik Skallagríms - Skessuhorn