Íþróttir
Hlaupið af stað. Ljósmyndir: Gummi St.

Akrafjall Ultra var haldið um helgina

Utanvegahlaupið Akrafjall Ultra var haldið í fyrsta skipti á laugardaginn þar sem keppt var í þremur vegalengdum; 10 km, 20 km og 27 km. Ræst var frá Ultra Form stöðinni á Ægisbraut 29 á Akranesi og lauk hlaupinu við Akraneshöllina. Keppendur voru alls 330 og var uppselt í hlaupið. Veðrið lék við keppendur; logn og smá sól og aðstæður eins og best var á kosið.