
Þorsteinn fagnar sigrinum. Ljósm. aðsend
Þorsteinn vann úrtökumót í hjólreiðum
Hjólreiðakappinn Þorsteinn Bárðarson frá Rifi keppti á úrtökumóti fyrir HM í Skotlandi í Gravel keppni í hjólreiðum á laugardaginn. Þorsteinn, sem keppti í flokki 45-49 ára, varð í 1. sæti og fer því á Heimsmeistaramótið í Belgíu sem verður haldið í október á þessu ári. Í Gravel hjólreiðakeppni er hjólað á malarvegi og utan vegar og eru gravel hjól með grófari dekk en götuhjólin en flokkast samt ekki sem fjallahjól.