Íþróttir

true

Tap hjá Víkingi Ólafsvík gegn Njarðvík

Víkingur Ólafsvík og Njarðvík áttust við í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og fór leikurinn fram á gervigrasvellinum í Ólafsvík. Njarðvíkingar höfðu unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni samanlagt 9-0 á meðan Víkingur hafði tapað einum og gert eitt jafntefli. Oumar Diock kom Njarðvík yfir á elleftu mínútu og þannig var staðan…Lesa meira

true

Árni Snær bjargaði stigi fyrir ÍA

Skagamenn gerðu sér ferð út fyrir landsteinana á laugardaginn þegar þeir heimsóttu lið ÍBV til Vestmannaeyja í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Fyrir leikinn voru Eyjamenn án sigurs og Skagamenn búnir að tapa síðustu þremur leikjum sínum. Heimamenn stjórnuðu ferðinni á upphafsmínútum leiksins, Skagamaðurinn Steinar Þorsteinsson fékk þó fyrsta alvöru færið en hitti…Lesa meira

true

Skagakonur með bikar í hús

ÍA og Völsungur frá Húsavík mættust í gær í úrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í C deild og fór leikurinn fram á Sauðárkróki. Leikurinn byrjaði með látum því eftir aðeins fjórar mínútur kom Ylfa Laxdal Unnarsdóttir ÍA yfir í leiknum. Eftir rúmlega hálftíma leik jafnaði Krista Eik Harðardóttir metin fyrir Völsung en Unnur Ýr Haraldsdóttir…Lesa meira

true

Sundfólk frá Akranesi tók þátt í sundmóti í Keflavík

Landsbankamót Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB) fór fram í Keflavík um liðna helgi og tóku þar þátt 29 einstaklingar á vegum Sundfélags Akraness. Tóku þar meðal annars þátt 8 ára sundmenn sem stungu sér til sunds í fyrsta skipti á móti. Einnig var keppt í flokkum 12 ára og yngri, 13 ára og eldri og 15-17 ára.…Lesa meira

true

Kári með sigur í fyrsta heimaleiknum

Kári og KFS frá Vestmannaeyjum áttust við í 3. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn í Akraneshöllinni. Fylkir Jóhannsson kom Kára yfir á 18. mínútu leiksins og fyrirliðinn Andri Júlíusson skoraði annað mark fyrir Kára á 37. mínútu en áður í leiknum hafði Andri misnotað vítaspyrnu. Staðan því 2-0 í hálfleik og…Lesa meira

true

Markalaust jafntefli hjá Víkingi Ólafsvík

Ægir og Víkingur Ólafsvík mættust í 2. deild karla í knattspyrnu á föstudaginn og fór leikurinn fram á Þorlákshafnarvelli. Brynjar Kristmundsson stýrði liði Víkings í fjarveru Guðjóns Þórðarsonar sem var í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í fyrstu umferðinni gegn Völsungi. Fátt var um fína drætti í leiknum en Ægismenn voru talsvert betri…Lesa meira

true

Skagakonur komnar í 16-liða úrslit í Mjólkurbikarnum

ÍA fékk Sindra í heimsókn í 2. umferð Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu á laugardaginn og fór leikurinn fram í blíðskaparveðri á Akranesvelli. Ylfa Laxdal Unnarsdóttir kom heimakonum yfir á tíundu mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Unnur Ýr Haraldsdóttir kom síðan ÍA í góða stöðu strax í byrjun seinni hálfleiks og það var ekki…Lesa meira

true

Skagamenn töpuðu gegn KA

ÍA tók á móti KA í Bestu deild karla í knattspyrnu í gær og varð að sætta sig við þriðja tap sitt í röð í deildinni. Norðanmenn komust yfir strax á elleftu mínútu þegar Árni Snær Ólafsson kýldi boltann út úr teignum og hann datt fyrir fætur Daníels Hafsteinssonar sem hamraði boltann upp í samskeytin…Lesa meira

true

Nóg að gerast í boltanum um helgina

Vesturlandsliðin í knattspyrnu eiga öll leiki um og eftir þessa helgi. Besta deildin hófst í apríl á annan í páskum og síðan fylgdu næstu deildir fyrir neðan í kjölfarið. Eftir helgina hefst svo 4. deildin og þar eru tvö Vesturlandslið sem leika í A-riðli 4. deildar en alls eru fimm riðlar í deildinni að þessu…Lesa meira

true

Norðurálsmótið í golfi fór fram um helgina

Norðurálsmótið í golfi var haldið á laugardaginn hjá Golfklúbbnum Leyni á Garðavelli á Akranesi og var þetta jafnframt fyrsta golfmót sumarsins hjá Leyni. Keppnisfyrirkomulagið var 18 holu punktakeppni með forgjöf og var hámarksforgjöf hjá körlum 24 og hjá konum 28. Í punktakeppninni var Nói Claxton hlutskarpastur með 43 punkta, Tómas Haraldsson í öðru sæti með…Lesa meira