Skagamenn töpuðu gegn KA

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "ÍA tók á móti KA í Bestu deild karla í knattspyrnu í gær og varð að sætta sig við þriðja tap sitt í röð í deildinni. Norðanmenn komust yfir strax á elleftu mínútu þegar Árni Snær Ólafsson kýldi boltann út úr teignum og hann datt fyrir fætur Daníels Hafsteinssonar sem hamraði boltann upp í samskeytin á marki ÍA, glæsilegt mark og staðan 0-1. Stuttu síðar kom Eyþór Aron Wöhler boltanum í netið fyrir Skagamenn en var réttilega dæmdur rangstæður. Lítið annað markvert gerðist í fyrri hálfleik og gestirnir því með eins marks forystu þegar flautað var til hálfleiks.\r\n\r\nSkagamenn voru sterkari í byrjun seinni hálfleiks og það var gegn gangi leiksins þegar KA menn skoruðu eftir tæplega tíu mínútna leik. Elfar Árni Aðalsteinsson fékk þá sendingu í gegn og setti boltann undir Árna Snæ í markinu. Aðeins fimm mínútum síðar fengu heimamenn vítaspyrnu þegar brotið var á Gísla Laxdal Unnarssyni en markvörður KA varði spyrnu Gísla. Skagamenn misstu móðinn eftir þetta og það var síðan Jakob Snær Árnason sem bætti við þriðja marki KA skömmu fyrir leikslok eftir klafs í teig Skagamanna, lokastaðan þriggja marka sigur KA, 0-3.\r\n\r\nSkagamenn hafa nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deildinni með markatölunni 1-12 og Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, sagði í viðtali eftir leik að hann væri náttúrulega bara hundsvekktur og þeir væru að fá alltof mörg og ódýr mörk á sig. ÍA er nú í áttunda sæti deildarinnar með fimm stig eftir sex leiki og mætir næst liði ÍBV sem situr í tíunda sæti með tvö stig. Leikurinn verður næsta laugardag í Vestmannaeyjum og hefst klukkan 16.",
  "innerBlocks": []
}
Skagamenn töpuðu gegn KA - Skessuhorn