Björn Viktor var með besta skor án forgjafar á mótinu. Ljósm. af FB síðu Leynis.

Norðurálsmótið í golfi fór fram um helgina

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Norðurálsmótið í golfi var haldið á laugardaginn hjá Golfklúbbnum Leyni á Garðavelli á Akranesi og var þetta jafnframt fyrsta golfmót sumarsins hjá Leyni. Keppnisfyrirkomulagið var 18 holu punktakeppni með forgjöf og var hámarksforgjöf hjá körlum 24 og hjá konum 28.\r\n\r\nÍ punktakeppninni var Nói Claxton hlutskarpastur með 43 punkta, Tómas Haraldsson í öðru sæti með 37 og Elísabet Valdimarsdóttir í þriðja sæti einnig með 37 punkta en Tómas var með betra skor á seinni níu holunum. Besta skor án forgjafar átti Björn Viktor Viktorsson. Þá voru veitt nándarverðlaun öllum þeim sem voru næst holu á par þrjú holum vallarins. Á 3. holu var Hafþór Ægir Vilhjálmsson 79 cm frá holu, Sigurður Elvar Þórólfsson var 99 cm frá holu á þeirri áttundu, Ellert Stefánsson 6,69 metrum á 14. holu og á 18. holu var Björn Viktor 85 cm frá holu.\r\n\r\nNæsta mót á Garðavelli er Opna Bónus mótið þar sem verður punktakeppni og besta skor og verður haldið sunnudaginn 15. maí.",
  "innerBlocks": []
}
Norðurálsmótið í golfi fór fram um helgina - Skessuhorn