
Stuðningsmenn ÍA hafa hvatt sína menn til dáða í sumar. Ljósm. Lárus Árni Wöhler.
Nóg að gerast í boltanum um helgina
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Vesturlandsliðin í knattspyrnu eiga öll leiki um og eftir þessa helgi. Besta deildin hófst í apríl á annan í páskum og síðan fylgdu næstu deildir fyrir neðan í kjölfarið. Eftir helgina hefst svo 4. deildin og þar eru tvö Vesturlandslið sem leika í A-riðli 4. deildar en alls eru fimm riðlar í deildinni að þessu sinni.\r\n\r\n<strong>Víkingur Ólafsvík</strong> ríður á vaðið í kvöld en þeir léku sinn fyrsta leik í 2. deildinni um síðustu helgi þegar þeir töpuðu á heimavelli fyrir Völsungi 1-3. Andstæðingar þeirra í kvöld er lið Ægis úr Þorlákshöfn en þeir unnu lið Magna 0-1 í fyrstu umferðinni. Leikur Ægis og Víkings fer fram í Þorlákshöfn og hefst klukkan 19.15.\r\n\r\n<strong>Kvennalið ÍA</strong> leikur á morgun við Sindra í Mjólkurbikarnum og með sigri kemst liðið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Leikurinn verður á Akranesvelli og hefst klukkan tólf á hádegi.\r\n\r\n<strong>Kári</strong> tekur á móti KFS frá Vestmannaeyjum í 3. deild karla á morgun en þeir léku fyrsta leik sinn í deildinni síðasta laugardag þegar þeir gerðu jafntefli við Sindra 1-1 á útivelli. Á sama tíma vann KFS heimasigur gegn ÍH úr Hafnarfirði 2-1. Leikurinn fer fram í Akraneshöllinni og hefst stundvíslega klukkan 15.\r\n\r\n<strong>Skagamenn</strong> leika sjötta leik sinn í Bestu deild karla á sunnudaginn þegar þeir mæta liði KA frá Akureyri. ÍA hefur tapað síðustu tveimur leikjum með markatölunni 1-9 og þurfa því nauðsynlega að koma sér aftur á sigurbraut. KA vann FH 1-0 miðvikudaginn og er í öðru til þriðja sæti í deildinni með 13 stig. Leikur ÍA og KA verður á Akranesvelli og hefst klukkan 17.\r\n\r\n<strong>Skallagrímur</strong> úr Borgarnesi tekur á móti liði Árbæjar á Skallagrímsvelli á mánudaginn í fyrsta leik í 4. deildinni í sumar og hefst hann klukkan 20. Á þriðjudaginn heimsækir síðan<strong> Reynir Hellissandi</strong> Ísbjörninn í Kórinn í Kópavogi og hefst leikurinn klukkan 20.\r\n\r\nÞað er því af nógu að taka fyrir alla unnendur knattspyrnu á Vesturlandi um helgina og hvetjum við þá að mæta á völlinn og styðja sitt lið. Áfram Vesturland!",
"innerBlocks": []
}