Íþróttir

true

Markalaust jafntefli hjá Víkingi fyrir austan

Höttur/Huginn og Víkingur Ólafsvík áttust við í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á Fellavelli á Egilsstöðum. Höttur/Huginn hafði tapað öllum þremur leikjum sínum í deildinni til þessa á meðan Ólsarar höfðu tapað tveimur og gert eitt jafntefli. Því var um botnbaráttuslag að ræða og mikilvægt fyrir bæði lið að ná…Lesa meira

true

Kári tapaði fyrir Dalvík/Reyni

Kári og Dalvík/Reynir léku í fjórðu umferð í 3. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Norðanmenn voru á toppnum fyrir leik með fullt hús stiga en Kári með fjögur og því möguleiki fyrir Kára að koma sér nær toppbaráttunni með sigri. Þær vonir fóru þó fljótlega út um þúfur…Lesa meira

true

Þrír sundmenn frá SA með landsliðinu í Glasgow

Landslið Íslands í sundi tók þátt í Glasgow International Swim Meet um helgina. Sundfélag Akraness átti þar þrjá fulltrúa; þau Einar Margeir Ágústsson, Kristján Magnússon og Guðbjörgu Bjarteyju Guðmundsdóttur. Þetta var þeirra fyrsta stórmót erlendis og mikilvæg reynsla fyrir framtíðina. Landsliðshópurinn allur stóð sig mjög vel á þessu móti. Einar Margeir átti mjög góða helgi,…Lesa meira

true

Fjórða tap ÍA í síðustu fimm leikjum

ÍA og Keflavík mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu í gær og fór leikurinn fram á Akranesvelli. Gestirnir komust yfir á 13. mínútu eftir hornspyrnu þegar boltinn datt fyrir fætur Dani Hatakka sem hamraði boltanum í netið. Eina færi Skagamanna í fyrri hálfleik átti Steinar Þorsteinsson þegar hann fékk boltann fyrir utan teig og…Lesa meira

true

Alexandrea er heimsmeistari í klassískri bekkpressu

Alexandrea Rán Guðnýjardóttir lyftingakona ur Borgarnesi hefur á liðinni viku tekið þátt á heimsmeistaramóti unglinga í bekkpressu, en mótið fer fram í Kasakstan. Fyrir um viku gerði hún sér lítið fyrir og vann til silfurverðlauna þegar hún lyfti tvöfaldri þyngd sinni, en hún keppir í -63 kílóa flokki. Lyfti hún 125 kílóum og bætti þar…Lesa meira

true

Kári úr leik í Mjólkurbikarnum

FH og Kári mættust á miðvikudaginn í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla og fór viðureignin fram í Kaplakrika í Hafnarfirði. Fyrirfram var búist við auðveldum sigri FH enda þrjár deildir á milli liðanna en önnur varð raunin. Kári varðist með kjafti og klóm í fyrri hálfleik og þó FH væri með mikla yfirburði og töluvert meira…Lesa meira

true

ÍA tapaði fyrir Fram í fyrsta leik

Fram og ÍA mættust á miðvikudaginn í 2. deild kvenna í knattspyrnu og fór leikurinn fram á Framvellinum í Safamýri. Fram hafði unnið KÁ 0-3 í fyrsta leik sínum en ÍA var að spila sinn fyrsta leik í sumar í deildinni. Fram byrjaði betur í leiknum því eftir rúmlega hálftíma leik kom Ólína Sif Hilmarsdóttir…Lesa meira

true

Skallagrímur rúllaði yfir Reyni

Reynir Hellissandi og Skallagrímur áttust við í Vesturlandsslag í 4. deild karla í knattspyrnu í A riðli í gærkvöldi og fór viðureignin fram á hinum iðjagræna gervigrasvelli Ólsara. Það er vægt til orða tekið annað en að stórskotahríð marka hafi dunið á Reynismönnum í leiknum því lokatölur urðu 1-10 fyrir Skallagrím. Leikurinn fór þó rólega…Lesa meira

true

Silfurverðlaunahafi á HM í bekkpressu

Alexandrea Rán Guðnýjardóttir frá Borgarnesi varð um helgina silfurverðlaunahafi á heimsmeistaramóti unglinga í bekkpressu, en mótið fer nú fram í Kasakstan. Alexandrea lyfti þar tvöfaldri líkamsþyngd sinni en hún keppir í flokki -63 kíló og lyfti 125 kílóum og bætti þar sinn persónulega árangur um tvö og hálft kíló. Alexandrea á síðan eftir að keppa…Lesa meira

true

Kári fékk tvö rauð spjöld fyrir norðan

Kormákur/Hvöt og Kári mættust í 3. deild karla í knattspyrnu síðasta laugardag og fór leikurinn fram á Sauðárkróksvelli. Lítið markvert gerðist í fyrri hálfleik fyrir utan fjögur gul spjöld sem fóru á loft hjá dómara leiksins og átti Kári þrjú þeirra. Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks skoraði Hilmar Þór Kárason fyrsta mark leiksins fyrir Kormák/Hvöt…Lesa meira