
Byrjunarlið Kára í leiknum gegn Dalvík/Reyni á laugardaginn. Ljósm. kári
Kári tapaði fyrir Dalvík/Reyni
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Kári og Dalvík/Reynir léku í fjórðu umferð í 3. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Norðanmenn voru á toppnum fyrir leik með fullt hús stiga en Kári með fjögur og því möguleiki fyrir Kára að koma sér nær toppbaráttunni með sigri. Þær vonir fóru þó fljótlega út um þúfur því eftir tíu mínútna leik höfðu gestirnir skorað tvö mörk. Borja Laguna skoraði bæði mörkin á þriggja mínútna kafla fyrir Dalvík/Reyni og kom þeim í góða stöðu. Þannig var staðan í hálfleik og heimamenn ekki í góðum málum.\r\n\r\nÍ seinni hálfleik reyndu Káramenn hvað þeir gátu til að minnka muninn en komust lítt áleiðis gegn sterkri vörn gestanna. Því fór svo að Dalvík/Reynir hirti stigin þrjú og tyllti sér á topp deildarinnar með tólf stig en Kári er í níunda sæti deildarinnar með fjögur stig. Ekki alveg sú byrjun sem vonast var eftir en þeir geta huggað sig við það að nóg er eftir af mótinu.\r\n\r\nNæsti leikur Kára í deildinni er gegn liði Elliða næsta föstudag á Fylkisvelli í Árbæ og hefst klukkan 19.15.",
"innerBlocks": []
}