{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "FH og Kári mættust á miðvikudaginn í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla og fór viðureignin fram í Kaplakrika í Hafnarfirði. Fyrirfram var búist við auðveldum sigri FH enda þrjár deildir á milli liðanna en önnur varð raunin. Kári varðist með kjafti og klóm í fyrri hálfleik og þó FH væri með mikla yfirburði og töluvert meira með boltann náðu þeir lítið að opna varnarmúr gestanna, staðan markalaus í hálfleik.\r\n\r\nFH náði síðan að brjóta varnarmúr Kára eftir um klukkutíma leik þegar þeir náðu skyndisókn á Kára sem endaði með marki frá Steven Lennon. FH náði að lokum að innsigla sigurinn með tveimur mörkum á síðustu þremur mínútum leiksins en þau skoruðu Björn Daníel Sverrisson og Steven Lennon.\r\n\r\nBikarævintýri Kára er því lokið þetta árið en þess má geta að í gær, fimmtudaginn 26. maí 2022, fagnaði Kári 100 ára afmæli sínu. Þá sögu í stuttu máli má lesa á FB síðu Kára þar sem núverandi formaður Kára, Sveinbjörn Geir Hlöðversson, fer yfir söguna eins og honum er einum lagið.\r\n\r\nNæsti leikur Kára er á morgun gegn toppliði Dalvíkur/Reynis en þeir hafa unnið alla þrjá leiki sína í deildinni til þessa og unnu einnig Lengjudeildarlið Þórs frá Akureyri í Mjólkurbikarnum í vikunni. Kári er með fjögur stig og ljóst að þeir þurfa sigur til að koma sér í toppbaráttuna. Leikurinn verður í Akraneshöllinni og hefst stundvíslega klukkan 16.",
"innerBlocks": []
}