Byrjunarlið ÍA í leiknum gegn Fram. Ljósm. sas

ÍA tapaði fyrir Fram í fyrsta leik

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Fram og ÍA mættust á miðvikudaginn í 2. deild kvenna í knattspyrnu og fór leikurinn fram á Framvellinum í Safamýri. Fram hafði unnið KÁ 0-3 í fyrsta leik sínum en ÍA var að spila sinn fyrsta leik í sumar í deildinni. Fram byrjaði betur í leiknum því eftir rúmlega hálftíma leik kom Ólína Sif Hilmarsdóttir þeim yfir og staðan í hálfleik 1-0 heimakonum í vil.\r\n\r\nJessica Ray kom Fram í 2-0 á 69. mínútu og útlitið alls ekki gott fyrir Skagakonur. Jessica Ray innsiglaði síðan sigur Fram með sínu öðru marki í leiknum fimm mínútum fyrir leikslok og öruggur sigur Fram í húsi, 3-0. Ekki góð byrjun hjá ÍA í fyrsta leik en þær ætla sér stóra hluti í sumar.\r\n\r\nNæsti leikur ÍA í deildinni er ekki fyrr en sunnudaginn 12. júní þegar þær heimsækja lið Einherja á Vopnafjörð og hefst sá leikur klukkan 13.\r\n\r\nÁ morgun leikur ÍA hins vegar við Bestu deildar lið KR í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Akranesvelli og hefst leikurinn klukkan 13.",
  "innerBlocks": []
}
ÍA tapaði fyrir Fram í fyrsta leik - Skessuhorn